Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. mars 2014 Dómsmálaráðuneytið

Staða kynjanna á framboðslistum árið 2010

Í 58 sveitarfélögum af 76 var haldin hlutbundin kosning árið 2010 og buðu 185 listar fram. Á þeim áttu samtals 2846 einstaklingar sæti og var hlutfall kvenna og karla meðal frambjóðenda nokkuð jafnt. Konur voru 47% en karlar 53%.

Skýr kynjamismunur birtist aftur á móti þegar skoðað er hversu margar konur leiddu framboðslista. Af listunum 185 voru 46 leiddir af konum en 139 af körlum. Hlutfall kvenna í forsvari var því einungis 25%. Ef skoðað er hlutfall karla og kvenna meðal tveggja efstu frambjóðenda var hlutur kynjanna mun jafnari. Þar skipuðu karlar 56% sæta en konur 44%.

Mikilvægt er að hafa þann fyrirvara á meðaltalsútreikningum sem þessum að mikill munur var á stöðu kynjanna eftir sveitarfélögum. Þeir gefa því  ekki alltaf rétta mynd af því hvernig framboðslistar voru saman settir í einstökum sveitarfélögum.

Nánari upplýsingar um greiningu á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 má sjá í samantekt Jafnréttisstofu sem gerð var í maí 2010.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum