Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. mars 2014 Dómsmálaráðuneytið

Úthlutun listabókstafa

Yfirkjörstjórn hefur yfirumsjón með framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í viðkomandi sveitarfélagi. Meðal verkefna hennar eru móttaka framboðslista, úrskurðir um gildi þeirra, og úthlutun listabókstafa.

Um úthlutun listabókstafa í sveitarstjórnarkosningum fer samkvæmt 31. grein laga um kosningar til sveitarstjórna frá 1998. Yfirkjörstjórn merkir framboðslista með hliðsjón af skrá innanríkisráðuneytisins um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram við síðustu alþingiskosningar. Ef framboðslistar eru ekki bornir fram af stjórnmálaflokkum merkir yfirkjörstjórn þá í stafrófsröð eftir því sem þeir hafa borist henni - eða eftir samkomulagi við umboðsmenn listanna.

Sjá enn fremur frétt frá 25. febrúar síðastliðinn.

Skrá innanríkisráðuneytisins yfir heiti og listabókstafi framboða sem buðu fram í að minnsta kosti einu kjördæmi í kosningum til Alþingis 2013:

  • A-listi:             Björt framtíð.
  • B-listi:             Framsóknarflokkur.
  • D-listi:             Sjálfstæðisflokkur.
  • G-listi:             Hægri grænir, flokkur fólksins.
  • H-listi:             Húmanistaflokkurinn (framboð í tveimur kjördæmum).
  • I-listi:               Flokkur heimilanna (hét áður Lýðveldisflokkurinn).
  • J-listi:              Regnboginn, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun.
  • K-listi:             Sturla Jónsson, K-listi (hét áður Framfaraflokkurinn, bauð fram í einu kjördæmi).
  • L-listi:              Lýðræðisvaktin.
  • M-listi:             Landsbyggðarflokkurinn (framboð í einu kjördæmi).
  • R-listi:              Alþýðufylkingin (framboð í tveimur kjördæmum).
  • S-listi:              Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands.
  • T-listi:              Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði.
  • V-listi:              Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
  • Þ-listi:              Píratar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum