Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. apríl 2014 Utanríkisráðuneytið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst 7. apríl nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista

Þeim sem hyggjast kjósa á ræðisskrifstofum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefnum www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Nánari upplýsingar um sendiráð, aðalræðisskrifstofur og kjörræðisskrifstofur


  • Myndband um kosningu utankjörfundar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum