Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. apríl 2014 Utanríkisráðuneytið

Nýr framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins hefur ákveðið að Inga Dóra G. Markussen frá Nuuk verði næsti framkvæmdastjóri ráðsins, hún tekur við af Þórði Þórarinssyni. Inga Dóra þekkir vel til samvinnu landanna þriggja og talar gænlensku, dönsku, íslensku og ensku.
Mikill áhugi var á stöðunni en alls sótti 41 umsækjandi um hana.

Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur þjóðþinga Grænlands, Færeyja og Íslands og var stofnað árið 1985. Skrifstofa Vestnorræna ráðsins er í Reykjavík. Nánar má lesa um ráðið hér. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum