Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. apríl 2014 Dómsmálaráðuneytið

Hólmfríður Grímsdóttir talin hæfust í embætti héraðsdómara

Dómnefnd sem mat hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var 26. febrúar síðastliðinn hefur lokið störfum. Niðurstaða dómnefndar er sú að Hólmfríður Grímsdóttir sé hæfust til að hljóta skipun í embættið.

Umsækjendur um embættið voru þrír eftir að einn dró umsókn sína tilbaka: Hólmfríður Grímsdóttir, settur héraðsdómari, Katrín Hilmarsdóttir héraðsdómslögmaður og Logi Kjartansson lögfræðingur. Dómnefndina skipuðu Gunnlaugur Claessen, Allan V. Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir, Óskar Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum