Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. maí 2014 Utanríkisráðuneytið

Samningalota 28. apríl til 2. maí 2014   

Samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskipum (TiSA)  var haldin í Genf dagana 28. apríl til 2. maí 2014. Þetta er fimmta lotan eftir að yfirlýsing þátttökuríkjanna var gefin út í júní sl. um að samningaviðræður væru formlega hafnar. Viðræðurnar voru með sama sniði og í síðustu lotu og umræðum um einstaka kafla skipt upp í sérfræðingahópa. Til umfjöllunnar í lotunni voru textadrög að megintexta samningins auk viðauka um fjármálaþjónustu, upplýsinga- og fjarskiptatækni (ICT), innlendar reglur (Domestic Regulation), alþjóðlega sjóflutninga, hraðpóstþjónustu  (Competitive Delivery Services), farmflutninga (Road transport), og kaflatillögu Íslands og Noregs um orkutengda þjónustu. Ísland tók þátt í þremur hagsmunahópum: Vinir orkuþjónustu (Ísland og Noregur stýra), vinir sjóflutninga (Noregur stýrir) og áhugahópur um fagþjónustu (Professional Services) (Ástralía stýrir).

Meðan á lotunni stóð var haldinn upplýsingafundur með hagsmunasamtökum þjónustugreina ýmissa ríkja (Global Services Industries), þann 30. apríl.

Þá stóð ICTSD (International Center for Trade and Sustainable Development) fyrir opnum fundi um TiSA viðræðurnar meðan á samningalotunni stóð, miðvikudaginn 30. apríl. Sjá upptöku af fundinum og nánari upplýsingar hér.

Næsta lota samningaviðræðnanna fer fram í Genf dagana 23 - 27. júní nk.

Hér má finna umfjöllun á vef utanríkisráðuneytisins um GATS samningaviðræðurnar og Doha lotuna ásamt afstöðu og athugasemdum frá ýmsum hagsmunaaðilum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum