Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Fleiri konur í fyrsta sæti en áður

Hlutur kvenna í fyrsta sæti á framboðslistum er nú meiri en nokkru sinni við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Þróunin hefur verið í jafnræðisátt í undangengnum kosningum en langt er í land að viðunandi geti talist fyrir konur.

Hér á eftir er tengill á þrjár myndir sem sýna frambjóðendur í fyrsta til þriðja sæti á framboðslistum árin 2006, 2010 og 2014. Fyrst birtist mynd fyrir árið 2006 og síðan, undir henni, eru tvær sem sýna með sama hætti stöðu mála árin 2010 og 2014.

Sjá þrjú myndrit, frambjóðendur í 1.-3. sæti árið 2006, 2010 og loks 2014.

Hlutdeild kvenna í 2.-3. sæti fyrir komandi kosningar hefur aðeins breyst í samanburði við koningarnar 2010 en þegar á heildina er litið hafa konur styrkt stöðu sína.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum