Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Óbundin kosning í 18 sveitarfélögum

Kosning verður óbundin í 18 sveitarfélögum þar sem engir framboðslistar komu fram áður en framboðsfrestur rann út 10. maí sl. Við kosningarnar 31. maí verða því allir kjósendur í umræddum sveitarfélögum í kjöri nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því með tilkynningu til yfirkjörstjórnar.

Sveitarfélögin 18 eru eftirtalin:
Akrahreppur, Árneshreppur, Ásahreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Dalabyggð, Fljótsdalshreppur, Grýtubakkahreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Skorradalshreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur og Tálknafjarðarhreppur.

Þessi sveitarfélög eiga það sammerkt að vera fámenn en talsverður munur er þó á. Miðað við tölur frá 1. janúar 2014 er Dalabyggð fjölmennast með 673 íbúa og næst í röðinni er Hvalfjarðarsveit með 617 íbúa. Fámennustu sveitarfélögin eru aftur á móti Helgafellssveit og Árneshreppur, hvort um sig með 53 íbúa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum