Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Þjónusta í sveitarstjórnarkosningunum á kjördag

Hér á eftir er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga á kjördag, svo sem um kjörskrá, kjörstaði og atriði er lúta að framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í dag.

Innanríkisráðuneytið

Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar meðan kjörfundur stendur yfir eða frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi. Símanúmerin eru 545 8280 og 545 8290.

  • Upplýsingar fyrir fjölmiðla eru veittar í síma 896 7416.

Þjóðskrá Íslands

Hjá Þjóðskrá Íslands er símavakt á kjördag, laugardaginn 31. maí, frá klukkan 10 að morgni til klukkan 22 að kvöldi. Þar verða meðal annars veittar upplýsingar um kjörskrá. Símanúmerið er 515-5300.

Kjörstaðir

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Innanríkisráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um kjörstaði og tengt í slíkar upplýsingar á vefjum sveitarfélaganna eftir því sem þær hafa borist. Enn eru allnokkur sveitarfélög ótengd, meðal annars vegna þess að upplýsingar hafa ekki birst á vefjum þeirra. 

Kjörskrá

Rúmlega 30 sveitarfélög eru með skráða kjörstaði og kjördeildir í kjörskrá Þjóðskrár Íslands. Þeirra á meðal eru öll fjölmennustu sveitarfélög landsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum