Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra í Sjanghæ

Undirritun IS Seafood um fisksölu.

Í dag lauk heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Sjanghæ, þar sem hann kynnti sér starfssemi íslenskra fyrirtækja. Af því tilefni var undirritaður samstarfssamningur Ramma hf (IS Seafood) og kínverskra matvælafyrirtækja, Shenzen Agricultural Product limited og Beijing Er Shany Group, um innkaup á hágæða íslensku sjávarfangi, markaðssetningu og þjálfun í meðhöndlun afurðanna. Hugmyndin að samstarfi fyrirtækjanna kviknaði á nýlegu viðskiptaþingi í Peking, sem skipulagt var í tengslum við heimsókn ráðherra.

Utanríkisráðherra átti fund með varaborgarstjóra Sjanghæ, Tu Guangshao, en borgin er sú stærsta í Kína, með um 24 milljónir íbúa,og er viðskiptahöfuðborg Kína. Fer þeim íslensku fyrirtækjum fjölgandi sem horfa til starfsemi í borginni.

Þá heimsótti Gunnar Bragi kínversku Heimskautastofnunina og fundaði með dr. Huigen Yang, forstjóra hennar. Fékk ráðherra tækifæri til að fræðast um starfsemina a frá fyrstu hendi þegar hann ræddi gegnum fjarfundarbúnað við nokkra kínverska vísindamenn, sem staddir eru á Suðurpólnum við rannsóknir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum