Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Flutningar sendiherra

Að fengnu samþykki gistiríkja tilkynnist um eftirtalda flutninga sendiherra 1. september næstkomandi.


  • Guðmundur Eiríksson flyst frá Nýju Delí til starfa í ráðuneytinu.
  • Þórir Ibsen flyst frá sendiráðinu í Brussel til sendiráðsins í Nýju Delí.
  • Bergdís Ellertsdóttir flyst frá ráðuneytinu til sendiráðsins í Brussel.
  • Benedikt Jónsson flyst frá sendiráðinu í London til sendiráðsins í Kaupmannahöfn.
  • Sturla Sigurjónsson flyst frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn til sendiráðsins í Ottawa.
  • Þórður Ægir Óskarsson flyst frá sendiráðinu í Ottawa til sendiráðsins í London. 
Þá hafa Hermann Örn Ingólfsson og Jörundur Valtýsson verið fluttir úr embættum skrifstofustjóra og sendifulltrúa yfir í embætti sendiherra. Hermann gegnir áfram starfi skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Jörundur gegnir áfram starfi utanríkismálaráðgjafa í forsætisráðuneyti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum