Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. ágúst 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins

Anders Fogh Rasmussen og Gunnar Bragi Sveinsson.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, en hann heimsækir nú Ísland áður en hann lætur af störfum í haust. Á fundi sínum ræddu þeir helstu málefni og áherslur sem fyrir liggja við undirbúning leiðtogafundar bandalagsins sem fram fer í Wales í september n.k. Sérstök áhersla verður lögð á samskipti við Rússland vegna ástandsins í Úkraínu og helstu verkefni bandalagsins í því sambandi.

Utanríkisráðherra gerði grein fyrir nýafstaðinni heimsókn til Úkraínu og samtölum við ráðamenn þar en eins og fram hefur komið styðja íslensk stjórnvöld aðgerðir Atlantshafsbandalagsins varðandi Úkraínu. Ennfremur fjallaði ráðherra um loftrýmisgæslu Atlandshafsbandalagsins við Ísland og lagði áherslu á þátttöku Finna og Svía í æfingum henni samfara sem hann sagði jákvætt spor í átt til aukinnar norrænar samvinnu og þátttöku þeirra í verkefnum á vegum bandalagsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum