Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. ágúst 2014 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Um öryggi vefja í uppfærði Vefhandbók

Handbók
Handbók

Undanfarið hefur verið unnið að uppfærslu á efni Vefhandbókarinnar en það er handbók um opinbera vefi, ætluð vefstjórum, forstöðumönnum, upplýsingafulltrúum og öðrum sem koma að vefmálum stofnana og sveitarfélaga. 

Bætt hefur verið inn kafla um öryggismál, þar má m.a. finna sjálfsmat og gátlista sem gagnast vel þegar farið er yfir öryggi vefja. 

Í endurskoðuninni var einnig sérstaklega litið til 1. og 4. kafla sem hafa tekið nokkrum breytingum. Meiri áhersla er á undirbúning vefverkefna, skrif fyrir vefinn, starf vefstjórans, notendaupplifun og efni í heild endurskoðað m.t.t. örrar þróunar í notkun snjalltækja (snjallsíma og spjaldtölva). 

Athugasemdir og ábendingar varðandi Vefhandbókina er hægt að senda á [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum