Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. ágúst 2014 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsækir umboðsmann barna

Forsætisráðherra í heimsókn hjá umboðsmanni barna
Forsætisráðherra í heimsókn hjá umboðsmanni barna

Forsætisráðherra heimsótti embætti umboðsmann barna í dag en stofnunin heyrir undir forsætisráðuneytið. Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Það kom fram í máli Margrétar Maríu Sigurðardóttur, umboðsmanns barna, að börnin eru sjálf dugleg að leita til embættisins.  Mikil áhersla er lögð á að auðvelda þeim að hafa samskipti við embættið og að hafa aðkomu að ákvörðunum. Í því sambandi er sérstaklega vert að geta ráðgjafarhóps umboðsmanns barna sem hefur verið starfandi frá árinu 2009. Sagði Margrét að það væri sérstaklega ánægjulegt hvað hópurinn hefur vaxið síðan þá og nýir meðlimir bæst í hópinn. Hvatti hún forsætisráðherra til að gefa börnum aukið tækifæri til að koma að sínum skoðunum og sjónarmiðum og tók forsætisráðherra vel í það.

„Það var ánægjulegt að fá að hitta starfsfólk umboðsmanns barna og fræðast um það áhugaverða starf sem þar fer fram og þá áherslu sem lögð er á að raddir barna fái að heyrast. Það var ánægjulegt að sjá hve hlý og notaleg húsakynni umboðsmanns eru og móttökur voru í samræmi við það,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum