Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. september 2014 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi um loftslagsmál og allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál
Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun á morgun taka þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York, en til fundarins er boðað af hálfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í því augnamiði að sporna gegn neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og varða veginn til Parísar á næsta ári þar sem ætlunin er að ná fram bindandi loftslagssamningi. 

Forsætisráðherra mun ennfremur taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem sett verður á miðvikudaginn, og viðburðum þeim tengdum. Þá mun ráðherra halda erindi á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins og flytja lokaorð á málþingi um vopnaviðskiptasamninginn sem Ísland fullgilti fyrst allra ríkja. Einnig mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í New York.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum