Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. september 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um flutning á hættulegum farmi til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til 10. október næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið [email protected].

Reglugerðarbreytingin snýst um að framlengja heimild til undanþágu vegna notkunar á ökutækjum og geymum sem skráð voru fyrir 31. desember 1988 og veitt var í bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1077/2010. Sú heimild á að renna út í árslok. Lagt er til að Samgöngustofu verði heimilað að veita og framlengja undanþágu til þriggja ára í senn fyrir ökutæki og geyma sem framleidd voru fyrir 1. janúar 1997 með tilteknum skilyrðum.

Við undirbúning reglugerðarinnar var leitað umsagnar Samgöngustofu og Vinnueftirlits og benti Samgöngustofa á að rétt væri að skilyrða heimildina við notkun innanlands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum