Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. september 2014 Innviðaráðuneytið

Staðall um rafrænan reikning

Stofnfundur verkefnisnefndar Staðlasamtaka Evrópu (CEN) um staðlaðan rafrænan reikning var haldinn 9. september síðastliðinn. Vinnunefndin nefnist PC-434 en PC stendur fyrir "Project Committee" þ.e. verkefnisnefnd.

Ísland er í hópi um 30 landa, sem hyggjast taka þátt í að aðlaga rafræna reikninga að þörfum Evrópulanda.

Margs þarf að taka tillit til og verður stuðst við tvær helstu útgáfur sem í gangi eru, þ.e. CEN/BII og MUG. (BII = Business Interoperability Interfaces; MUG = Message Users Guide).

Tekið skal tillit til Cross Industry Invoice (CII) útgáfum 2 og 3, Universal Business Language (UBL) útgáfu 2.1, ISO-20022, EDIFACT sniða o.fl.

Hafa skal til hliðsjónar European Interoperability Framework (EIF), ISA Interoperability Solutions, stór frumverkefni (t.d. PEPPOL) og niðurstöður European Multi-Stakeholder Forum (EMSF).

Norðurlönd munu að sjálfsögðu taka þátt í þessari vinnu enda lengst komin í notkun rafrænna reikninga. Þingað verður um þátttöku Íslands í næstu viku.

Vefsíða: CEN/TC 434 - Project Committee - Electronic Invoicing

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum