Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. nóvember 2014 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra tekur þátt í  Northern Future Forum

Northern Future Forum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun taka þátt í Northern Future Forum, sem haldið verður í Finnlandi dagana 6.-7. nóvember. Þetta er í fjórða skipti á jafnmörgum árum sem boðað er til funda undir merkjum Northern Future Forum, en forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands koma þar saman til skoðanaskipta og hafa sér til fulltingis fulltrúa úr atvinnulífi og háskólasamfélagi frá löndunum níu. 

Að þessu sinni gerir dagskrá ráð fyrir að sjónum verði beint að nýsköpun og samkeppnishæfni í menntamálum. Í sendinefnd forsætisráðherra eru fulltrúar frá Háskóla Íslands, Gagarín, Start-up Energy Reykjavík og Kerecis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum