Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. nóvember 2014 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík 7. nóvember síðastliðinn. Starfsemin, sem er nú á fjórum stöðum í borginni, verður í kjölfar stækkunarinnar færð undir eitt þak við Reykjavíkurflugvöll. Ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun síðari hluta ársins 2016.  

Innanríkisráðherra og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar
Innanríkisráðherra og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar

Úr flugstjórnarmiðstöðinni er stjórnað um þriðjungi allrar flugumferðar yfir Norður-Atlantshaf á 5,4 milljón ferkílómetra svæði sem nær allt norður á Norðurpól. Síðasta ár flugu rúmlega 116 þúsund flugvélar samtals nærri 170 milljón kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Þegar hafa á þessu ári 112 þúsund flugvélar farið um svæðið og stefnir í að allt að 15% heildaraukning verði á árinu. Stærstur hluti umferðarinnar er yfirflug sem Isavia sinnir samkvæmt samningi við Alþjóðaflugmálastofnunina en hluti samningsins nær til flugleiðsöguþjónustu yfir Grænlandi og Færeyjum. 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum