Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. nóvember 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Surtseyjarsýning opnuð í Eldheimum í Vestmannaeyjum

Frá opnun Surtseyjarsýningar.

Sigurður Ingi Jóhannson, umhverfis- og auðlindarráðherra, opnaði á föstudag sérstaka sýningu um Surtsey í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Við sama tilefni undirritaði forstjóri Umhverfisstofnunar nýja verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Surtsey. 

Surtseyjareldar er lengsta og eitt þekktasta eldgos í sögu Íslandsbyggðar. Það hófst þann 14. nóvember 1963 en því lauk 5. júní 1967 og var þá risið nýtt land í Vestmannaeyjaklasanum. Með friðlýsingu Surtseyjar 1965 var aðgangur almennings að eyjunni takmarkaður verulega en árið 2008 var eyjan samþykkt á heimsminjaskrá UNESCO. 

Á sýningunni í Eldheimum er hægt að fræðast um myndun og mótun Surtseyjar og niðurstöður rannsókna sem þar hafa verið gerðar frá upphafi. Sýningin er byggð á grunni sýningar sem sett var upp í Þjóðmenningarhúsinu árið 2007 en hönnuður sýningarinnar í Eldheimum er Axel Hallkell Jóhannesson. 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum