Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. desember 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um  gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið [email protected] til og með 8. janúar næstkomandi.

Reglugerðardrögin fela í sér innleiðingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 29/2009 frá 16. janúar 2009 um kröfur um gagnatengingaþjónustu fyrir samevrópska loftrýmið, og framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 441/2014, sem breytir reglugerð (EB) nr. 29/2009.

Reglugerð (EB) nr. 29/2009 var áður innleidd með reglugerð nr. 501/2010 með breytingu á reglugerð  nr. 601/2008. Reglugerð nr. 601/2008 fjallar um kröfur um sjálfvirkt kerfi til að skiptast á fluggögnum milli flugstjórnardeilda og er efni hennar þannig ekki hið sama og reglugerðar (EB) nr. 29/2009. Þykir því rétt að reglugerð (EB) nr. 29/2009, ásamt síðari breytingum, sé innleidd sem ný reglugerð í íslenskan rétt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum