Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. janúar 2015 Forsætisráðuneytið

Heimilisiðnaðarfélagið í heimsókn

Forsætisráðherra og fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins
Forsætisráðherra og fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins

Góðir gestir komu í heimsókn í forsætisráðuneytið í dag. Fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins mættu prúðbúnir á fund forsætisráðherra og kynntu starf félagsins. Gestir báru faldbúninga, upphlut og peysuföt og yngsti gesturinn, Steinunn Ásta 7 ára, var klædd upphlut. Á fundinum var rætt um mikilvægi varðveislu handverks og þekkingar á textílarfi og búningasögu þjóðarinnar, og þann grundvöll sem starfið skapar á sviði menntunar og nýsköpunar. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  forsætisráðherra: „Það var skemmtilegt að fá þessa fulltrúa Heimilisiðnaðarfélagsins í heimsókn. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að kynnast áhrifum menningararfsins á hönnun samtímans og mikilvægi samþættingar menntunar og varðveislu og um leið þeirri nýsköpun sem getur sprottið úr arfleifð lands og þjóðar.“

Vefur Heimilisiðnaðarfélagsins er á heimilisidnadur.is.

Forsætisráðherra tekur við gjöf frá Heimilisiðnaðarfélaginu
Forsætisráðherra tekur við gjöf frá Heimilisiðnaðarfélaginu
Fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins og forsætisráðherra
Fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins og forsætisráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum