Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. janúar 2015 Innviðaráðuneytið

Umferðarþing og samgönguþing verða haldin 30. janúar

Ráðgert er að efna til umferðarþings og samgönguþings föstudaginn 30. janúar í Reykjavík. Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu og verða upplýsingar um dagskrá og skráningu birtar í næstu viku.

Umferðarþingið fer fram fyrir hádegi en samgönguþing eftir hádegi. Hægt verður að skrá sig til þátttöku í öðru hvoru þinganna eða báðum. Á umferðarþingi verða tekin til umfjöllunar margs konar hliðar umferðaröryggismála og verður bæði horft til fortíðar og framtíðar í þeim efnum.

Efnt er til samgönguþings við gerð nýrrar samgönguáætlunar og á þinginu nú munu fulltrúar samgönguráðs kynna þar helstu áherslur tólf ára samgönguáætlunar áranna 2015 til 2026. Verður efnið kynnt með fyrirlestrum og gert er ráð fyrir pallborðsumræðum í lokin. Þingið er liður í samráðsferli við gerð stefnumótandi samgönguáætlunar hverju sinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum