Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. febrúar 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ræða samskipti Íslands og Bandaríkjanna

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og forsætisráðherra
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti nú síðdegis fund með Robert C. Barber, nýjum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Á fundinum voru margþætt samskipti Íslands og Bandaríkjanna til umræðu, meðal annars viðskipti og fjárfestingar milli landanna sem hafa aukist á umliðnum árum, sem og fjöldi bandarískra ferðamanna hingað til lands. Öryggismál og málefni norðurslóða voru jafnframt til umræðu, en Bandaríkin taka við formennsku í Norðurskautsráðinu síðar á árinu og hafa sýnt áhuga á auknu samstarfi við Ísland á norðurslóðum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum