Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. febrúar 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Frá afhendingu verðlaunanna 2014.

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda og verða verðlaunin veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem þróað hefur vöru eða uppfinningu eða stuðlað með öðrum skapandi hætti að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum.

Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út þann 13. apríl og verður listi yfir tilnefnda opinberaður í júní. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á þingi Norðurlandaráðs 27. október í Hörpunni í Reykjavík þar sem verðlaunin verða afhent. Nemur verðlaunaféð 350 þúsund dönskum krónum, eða rúmum 7 milljónum íslenskra króna.

Í fyrra féllu verðlaunin í skaut Reykjavíkurborgar fyrir framlag sveitarfélagsins til umhverfismála en þema síðasta árs tengdist umhverfisstarfi sveitarfélaga eða staðbundinna samfélaga. Í ár verður einnig hægt að tilnefna einstaklinga.

Hægt er að senda inn tillögur að verðlaunahöfum með því að fylla út þar til gert eyðublað á heimasíðu Norðurlandaráðs

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum