Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. febrúar 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum er nú umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir á netfangið [email protected] til og með 27. febrúar næstkomandi.

Breytingin varðar reglugerð nr. 348/2007 og snýr einkum að innleiðingu tilskipunar 2014/37/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 91/671/EBE varðandi skyldubundna notkun öryggisbelta og aðhaldsbúnaðar fyrir börn í ökutækjum. Efnisleg áhrif breytinganna felast í auknu umferðaröryggi fyrir börn í bifreiðum en  í 1. mgr. 1. gr. III. viðauka reglugerðar nr. 348/2007 er kveðið á um hvaða kröfur öryggis- og verndarbúnaður barna skuli uppfylla.

Með breytingunni er nú einnig gefinn kostur á að búnaðurinn uppfylli reglugerð efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu nr. 129. Slíkur búnaður nefnist „I-size“ búnaður, sem er nýtilkominn og beinist einkum að börnum 15 mánaða og yngri. Á umræddur búnaður að veita talsvert meira öryggi, m.a. með því að bjóða upp á möguleika á bakvísandi barnabílstólum fyrir eldri börn en áður (15 mánaða í stað 9-12 mánaða) auk annarra öryggisþátta s.s. betri höfuð- og hálsvörn ásamt betri hliðarvörn en áður þekkist.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum