Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. febrúar 2015 Innviðaráðuneytið

Heimsótti lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti í vikunni embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina. Tóku forráðamenn embættanna á móti ráðherra og fylgdarliði og kynntu starfsemina fyrir ráðherra.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir greindi ráðherra frá helstu þáttum í starfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir greindi ráðherra frá helstu þáttum í starfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og nánustu samstarfsmenn hennar tóku á móti ráðherra í heimsókn hennar á föstudag og var gengið um skrifstofur embættisins við Hverfisgötu og heilsað uppá starfsmenn. Stöðugildi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru um 350 og eru lögreglumenn um 300 talsins. Alls nam  fjárveiting til embættisins um 3,8 milljörðum króna árið 2014 og rekur embættið 32 bíla og 13 bifhjól. Fram kom í tölum um afbrot fjölgað hefur fíkniefna- og ofbeldisbrotum í janúar í ár miðað við síðustu þrjá mánuði á undan en brotum fækkað í öðrum flokkum og var fækkunin mest í ölvunarakstursbrotum eða 36%

Innanríkisráðherra og fylgdarlið ásamt lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og samstarfsmönnum og börnum frá leikskólanum Stakkaborg sem áttu leið hjá.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði frá starfsemi Vegagerðarinnar.Síðastliðinn miðvikudag heimsótti innanríkisráðherra Vegagerðina og sýndi Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ráðherra og fylgdarliði húsnæði Vegagerðarinnar og kynnti síðan helstu atriði og tölfræði í starfseminni. Um síðustu áramót störfuðu alls 303 hjá Vegagerðinni og er mikill meirihluti þeirra karlar eða nærri 84%. Yfirstjórn Vegagerðarinnar samanstendur af vegamálastjóra og framkvæmdastjórum sviða í Reykjavík en sviðin eru stoðsvið, mannvirkjasvið, þróunarsvið og siglingasvið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum