Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. febrúar 2015 Forsætisráðuneytið

Tillögur að stefnumótun og aðgerðaráætlun í lýðheilsumálum

Frá fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál
Frá fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

Ráðherranefnd um lýðheilsumál, sem skipuð er forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, fundaði í gær í forsætisráðuneytinu um tillögur verkefnisstjórnar og lýðheilsunefndar en lýðheilsunefnd, undir forystu dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, var sett á fót í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnastarf verði meðal forgagnsverkefna. 

Meginhlutverk lýðheilsunefndar er að vinna drög að heildstæðri stefnumótun og aðgerðaáætlun, sem hefur það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni. Fyrstu tillögur nefndarinnar að stefnumótun og aðgerðaáætlun, sem verkefnisstjórn vann í samstarfi við lýðheilsunefnd, voru kynntar í ráðherranefndinni í gær og samþykkt að frekar yrði unnið á grundvelli þeirra. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að það var mjög ánægjulegt að sjá hve vel hefði unnist og að hann vonaðist til þess að tillögurnar kæmust fljótt til framkvæmda. „Lýðheilsumálin eru til lengri og skemmri tíma litið með mikilvægari málum samfélagsins. Þau varða okkur öll, en ekki síst börnin okkar og eldri borgara. Ísland hefur alla burði til þess að skipa sér á sess meðal fremstu þjóða þegar lýðheilsa er annars vegar.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum