Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. febrúar 2015 Forsætisráðuneytið

Origami fuglar á ríkisstjórnarborðið

Origami fugl
Origami fugl

Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland fengu í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag afhentan hvatningargrip, í formi handbrotins fugls úr origami pappír í fallegri öskju. Tilgangurinn var að vekja athygli á samstarfsverkefni Þroskahjálpar, Öryrkjaban dalags Íslands og Vinnumálastofnunar sem miðar að því að finna störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og nefnist Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana. 

Starfsþátttaka fólks með skerta starfsgetu er minni á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Samstarfsverkefninu er ætlað að fjölga atvinnutækifærunum og bjóða vinnuveitendum – stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum – faglega ráðgjöf og fjárhagslegan stuðning til verksins. 

Hvatningargripurinn er framleiddur í 300 tölusettum eintökum. Starfsfólk starþjálfunarinnar Örva braut saman fuglana og starfsfólk Múlalundar gerði botnstykkið. Þeir Arnór Ýmir Aðalsteinsson, starfsmaður Örva, og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar afhentu gripina. Forsætisráðherra þakkaði fyrir gripinn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og fagnaði framtakinu.

Hægt er að kynna sér verkefnið á www.vinnumálastofnun.is  og skrá störf til miðlunar.
Upplýsingar um starfsemi Örva má finna á www.hlutverk.is/orvi/  
Upplýsingar um starfsemi Múlalundar má finna á www.hlutverk.is/mulalundur 

Forsætisráðherra ásamt Arnóri Ými Aðalsteinssyni
Forsætisráðherra ásamt Arnóri Ými Aðalsteinssyni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum