Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. mars 2015 Forsætisráðuneytið

Fagmennska og samhugur einkenndi viðbrögðin

Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur forsætisráðherra ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra. 

Í greininni segir forsætisráðherra að barátta þjóðarinnar við náttúruöflin eigi sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Baráttan hafi mótað þjóðarsálina þannig, að þjóðin þjappi sér saman þegar hætta steðjar að og og allir leggist á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins.

„Við goslok er við hæfi að þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar svæðanna sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.“

Að lokum er minnt á að eldgosið í Holuhrauni gæti markað upphaf umbrotatímabils á svæðinu og mikilvægt sé að fylgjast ítarlega með þróun mála. 

Grein forsætisráðherra má lesa í heild hér á vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum