Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. mars 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

25. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 25. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund:
Velferðarráðuneytið, 3. mars 2015. Kl. 13.00–15.00.
Málsnúmer:
VEL12100264.

Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (í síma, AKÁ), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, Svf), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps, og Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK, VEL).

Forföll boðuðu: Ása Sigríður Þórisdóttir (ÁSÞ, BHM) og Jóna Pálsdóttir (JP, MRN).

Fundarritarar: Eva Margrét Kristinsdóttir og Rósa G. Erlingsdóttir.

Dagskrá:

1.    Fundargerð 24. fundar lögð fram til samþykktar.

Fundargerð samþykkt.

2.    Nýtt skipunarbréf fyrir aðgerðahóp um launajafnrétti.

RGE upplýsti að unnið er að nýju skipunarbréfi fyrir aðgerðahópinn og áréttaði að mikilvægt sé að samstarfsaðilar tilnefni einstaklinga af báðum kynjum í aðgerðahópinn í samræmi við 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  

3.    Skýrsla um launarannsókn.

Sigurður Snævarr hagfræðingur, sem ráðinn var til að vinna skýrslu um niðurstöður rannsóknar Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun að beiðni aðgerðahópsins, mætti á fundinn og gerði grein fyrir efnistökum og framvindu vinnunnar. Rætt var um mikilvægi þess að setja niðurstöður rannsóknarinnar í samhengi við kynbundið náms- og starfsval og varpa upp til samanburðar við nýlegar rannsóknir á öðrum Norðurlöndum. 

4.    Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals og námskeið um vottun jafnlaunakerfa.

GE upplýsti aðgerðahópinn um stöðuna í tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals. Nokkrar stofnanir/fyrirtæki eru langt komnar og tilbúnar að fara í úttekt fljótlega á meðan  aðrar eru komnar skemur á leið. Stefnt er að því að námskeið vegna jafnlaunavottunar, skv. reglugerð nr. 929/2014, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012, hefjist í apríl 2015 en námskeiðið verður haldið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Vinnustofur vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins verða haldnar hjá Starfsmennt, fræðslusetri.

5.    Ráðstefna um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði 20. maí 2015.

Rætt var um útfærslu á ráðstefnu aðgerðahópsins um jafnlaunamál sem haldin verður 20. maí 2015.

6.    Önnur mál.

Fleira var ekki rætt.

 

Eva Margrét Kristinsdóttir og Rósa Guðrún Erlingsdóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum