Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. mars 2015 Utanríkisráðuneytið

Áhersla á stefnumótun sem sameini verndun auðlinda og nýtingu

Gunnar Bragi á EU Arctic fundi í Brussel.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á stefnumótun í norðurslóðamálum sem sameinaði verndun náttúruauðlinda og nýtingu þeirra til að tryggja sjálfbæra þróun, í ræðu sem hann hélt í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um verndun norðurslóða, sem haldin er í Brussel. Lagði ráðherra áherslu á alþjóðlega samvinnu þegar kæmi að því að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, ekki síst á norðurslóðum.

Gunnar Bragi lýsti m.a. hvernig Íslendingum hefði tekist að gera fiskveiðar sínar og orkuframleiðslu sjálfbæra. Hann sagði Íslendinga, eins og aðrar þjóðir á norðurhveli, finna fyrir miklum áhrifum vegna loftslagsbreytinga. Miklar breytingar hefðu orðið á fiskistofnum í íslenskri lögsögu á síðustu árum; einkum loðnu, makríl og síld. Kallaði hann eftir ábyrgri auðlindastjórnun, án ríkisstyrkja, og samvinnu vísindamanna á norðurslóðum til að tryggja að sjávarútvegur yrði áfram sú sjálfbæra auðlind sem hún hefði reynst Íslendingum.

Ræða utanríkisráðherra

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum