Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. mars 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um flugstarfaskírteini til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að reglugerð um flugstarfaskírteini útgefin af Samgöngustofu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til og með 17. mars næstkomandi.

Reglugerðardrögunum er ætlað að leysa af hólmi reglugerð nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands. Eftir að reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 var innleidd með reglugerð um áhöfn í almenningsflugi nr. 180/2014 er staðan sú að reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands er að mörgu leyti úrelt, bæði hvað varðar tilvísanir og einnig ákveðin efnisatriði. Er því talið rétt að setja nýja reglugerð um skírteini útgefin af Samgöngustofu. Breytingarnar taka meðal annars til skilgreininga á hugtökum, tekin eru út ákvæði sem nú er fjallað um í reglugerð um áhöfn í almenningsflugi og breytt er ákvæðum er varða útgáfu á skírteinum flugumsjónarmanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum