Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. mars 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra lék fyrsta leikinn í skákmaraþoni Hróksins til styrktar sýrlenskum flóttabörnum

Forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn í skákmaraþoni Hróksins
Forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn í skákmaraþoni Hróksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lék í morgun fyrsta leikinn fyrir Hrafn Jökulsson í skákmaraþoni Hróksins, sem stendur yfir í Hörpu í dag og á morgun, 6. og 7. mars.

Skákmaraþonið er liður í söfnun Fatimusjóðs og UNICEF á Íslandi til styrktar menntun sýrlenskra flóttabarna. Hrafn Jökulsson mun tefla við áhugasama í samtals 30 klukkustundir og er öllum frjálst að setjast að tafli við hann. 

Forsætisráðherra lagði söfnuninni lið í morgun með því að senda smsið „Barn“ í númerið 1900, en hvert sms gefur flóttabarni pakka af skólagögnum. Þá er einnig hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning Fatimusjóðsins.

Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á facebook síðu Fatimusjóðsins, vef UNICEF á Íslandi og vef Hróksins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum