Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. mars 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr samningur um sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands og Miðstöðvar foreldra og barna um sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu og tengslaeflandi meðferð fyrir verðandi foreldra og foreldra með ungbörn.

Markmiðið með samningnum er að draga úr áhrifum langvarandi streitu á ungbörn og stuðla að öruggri tengslamyndun barna og foreldra með stuðningi þverfaglegs teymis sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í geð- og fjölskyldumeðferð.

Þessu til viðbótar var samið um að Miðstöð foreldra og barna veiti heilbrigðisstarfsfólki í heilsugæslunni eða á heilbrigðisstofnun ríkisins kennslu á námskeiðum um tengslueflandi meðferð foreldra og ungbarna með það að markmiði að bæta þjónustu á þessu sviði.

Miðstöð foreldra og barna er í forsvari fyrir þjónustunni, forgangsraðar beiðnum og stýrir skipulagningu þjónustunnar á grundvelli umsamins þjónustumagns og samkvæmt fyrirfram samþykkt Sjúkratrygginga Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum