Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. mars 2015 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra áréttar að virða beri sjálfstæði og fullveldi landamæra Úkraínu 

Í tilefni þess að ár er liðið frá ólöglegri innlimun Rússlands á Krímskaga áréttar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að virða beri sjálfstæði og fullveldi landamæra Úkraínu. Hann ítrekar fordæmingu á hernaðaraðgerðum Rússlands á Krímskaga í febrúar og mars 2014 og á ólögmætri atkvæðagreiðslu sem fram fór á Krímskaga hinn 16. mars 2014. 


Gunnar Bragi segir að þar sem alþjóðalög hafi verið brotin með framferði rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og með innlimun Krímskaga sé öryggismálum í Evrópu teflt í tvísýnu og grafið undan lögum og reglu í alþjóðasamstarfi. Það sé mikið áhyggjuefni fyrir Ísland enda sé virðing fyrir alþjóðalögum lykilstoð utanríkisstefnunnar og grundvöllur samskipta Íslands við önnur ríki. Hann segir brýnt að málsaðilar virði Minsk vopnahléssamkomulagið og að öll ákvæði þess komi að fullu til framkvæmda. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum