Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. mars 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um hækkun á verði happdrættismiða til kynningar

Innanríkisráðuneytið hefur nú til kynningar drög að breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Snýst breytingin um hækkun á miðaverði. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn til og með 1. apríl næstkomandi á netfangið [email protected].

Stjórn happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna hefur óskað eftir því að innanríkisráðuneytið breyti reglugerð nr. 148/2000 um happdrættið og heimili að frá 1. maí 2015, þegar nýtt happdrættisár hefst, verði miðaverð 1.500 kr. á mánuði í stað kr. 1.300, eins og það hefur verið frá því í lok apríl 2013. Í erindi stjórnar D.A.S. er bent á að frá janúar 2006 til janúar 2015 hafi vísitala neysluverðs hækkað um 67,92% og ef þeirri hækkun hefði verið fylgt ætti miðaverð að vera 1.679. kr. Þá segir einnig að verði hækkunin samþykkt muni vinningar hækka í samræmið við það.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum