Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. mars 2015 Forsætisráðuneytið

Rýmri heimildir til notkunar á þjóðfánanum

Heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu eru rýmkaðar í lagafrumvarpi sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi. Reglur verða einfaldaðar og verði frumvarpið að lögum þarf ekki að sækja um leyfi til að nota þjóðfánann við markaðssetningu á vörum og þjónustu sem er íslensk að uppruna. Þar er átt við vöru sem er framleidd á Íslandi og úr innlendu hráefni að uppistöðu til, svo sem íslenskum landbúnaðar- og sjávarafurðum, eldisfiski, íslensku grænmeti og öðrum jurtum sem ræktaðar eru hér á landi, íslensku vatni o.s.frv.

Að auki er lagt til að vara sem framleidd hafi verið á Íslandi í a.m.k. 30 ára undir íslensku vörumerki teljist íslensk, jafnvel þótt hráefnið sé innflutt og það sama gildi um um matvöru sem er framleidd samkvæmt íslenskri hefð, t.d. kleinur, laufabrauð o.fl.  Þá er lagt til að hönnunarvara teljist íslensk ef hún er hönnuð af íslenskum aðila undir íslensku vörumerki, jafnvel þótt hún sé framleidd erlendis úr erlendu hráefni. Loks er kveðið á um að hugverk teljist íslenskt að uppruna ef það er samið af íslenskum aðila. 

Neytendastofa fær það hlutverk að veita leyfi fyrir notkun þjóðfánans í vörumerki en notkun í firmamerki verður alfarið óheimil. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum