Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. apríl 2015 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra heimsótti Samgöngustofu

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti í gær Samgöngustofu. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, tók á móti ráðherra og greindi ásamt samstarfsmönnum frá helstu þáttum starfseminnar.

Innanríkisráðherra ávarpaði starfsfólk Samgöngustofu við lok heimsóknarinnar í gær.
Innanríkisráðherra ávarpaði starfsfólk Samgöngustofu við lok heimsóknarinnar í gær.

Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála og er hlutverk hennar að stuðla að öryggi í öllum greinum samgangna, í lofti, á láði og legi. Stofnunin tók til starfa 1. júlí 2013 þegar verkefni sem áður heyrðu undir Flugmálastjórn Íslands og Umferðarstofu voru færð saman ásamt stjórnsýsluverkefnum frá Siglingastofun og Vegagerðinni. Aðalstöðvar Samgöngustofu eru við Ármúla 2 í Reykjavík en starfsemi er einnig í Stykkishólmi, á Akureyri og Ísafirði.

Þórólfur Árnason og nokkrir samstarfsmenn greindu Ólöfu Nordal frá starfsemi Samgöngustofu.

Fram kom í máli Þórólfs Árnasonar forstjóra að í kjölfar sameiningar verkefna frá áðurgreindum stofnunum hafi starfsemi Samgöngustofu verið sameinuð undir einu þaki í september á síðasta ári og um leið voru lagðar nýjar áherslur um þróun þjónustunnar. Meðal helstu verkefna er að tryggja öryggi í samgöngum eins og áður er getið, að eiga samskipti við alþjóðastofnanir um samgönguöryggi, leyfisveitingar og eftirlit og fræðsla og öryggi í samgöngum svo nokkuð sé nefnt. Þórólfur sagði helstu áskoranir framundan vera að uppfylla kröfur um gæði stjórnsýslu og öryggiseftirlits og að viðhalda alþjóðlegum viðurkenningum. Í því sambandi nefndi hann að síðar í mánuðinum munu fulltrúar Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, taka út starfsemi Samgöngustofu.

Innanríkisráðherra þakkaði fyrir móttökurnar og óskaði starfsmönnum velfarnaðar í þeim mikilvægu verkefnum sem þau sinntu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum