Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. apríl 2015 Forsætisráðuneytið

Aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á fleygiferð

Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016
Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016

Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur þar um. Í svari ráðherra kom fram að miklar breytingar eru að verða á þessum málaflokki í kjölfar aukins framlags ríkissjóðs en ríkisstjórnin samþykkti á síðasta ári að auka fjárfestingar til vísinda og nýsköpunar um 2,8 milljarða króna.

Hækkun um 800 milljónir kr. í samkeppnissjóði, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir, er þegar komin til framkvæmda. Ríkisstjórnin mun bæta um betur og beita sér fyrir tveggja milljarða kr. hækkun á næsta ári, í samræmi við aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs.

Hluti áætlunarinnar snýr að því að efla mjög fjármögnun doktorsnáms með það að markmiði að árið 2016 verði 200 námsnemastöður að fullu fjármagnaðar úr innlendum samkeppnissjóðum árlega. Vegna ofannefndra hækkana í samkeppnissjóðina má þegar sjá a breytingu í jákvæða átt hvað þetta varðar eins og ráðherra benti á í svari sínu. Úthlutun þessa árs fjármagnar að fullu 41 stöðu doktorsnema til þriggja ára sem bætast við þann fjölda sem fyrir er fjármagnaður og gert er ráð fyrir að doktorsnemar verði einnig þátttakendur í verkefnum sem veitt verður fé til síðar á árinu. Því ætti fátt að koma í veg fyrir að markmiðið um 200 doktorsnemastöður náist á næsta ári.

Forsætisráðherra benti á að haldið er utanum áætlunina í forsætisráðuneytu af sérstökum starfshópi um málefni Vísinda- og tækniráðs sem skipaður er fulltrúum ráðuneyta, Rannís og formönnum starfsnefnda ráðsins og gefur hópurinn skýrslu um framvindu hennar til ráðsins. Fyrsta stöðuskýrslan var kynnt ráðinu á síðasta fundi þess 13. mars sl. en starfshópurinnn mun standa að slíkum stöðuskýrslum tvisvar sinnum á ári.

Haldið er utan um þessa vinnu með stöðugri eftirfylgni og skýrslugjöf sem er nýbreytni í vinnu ráðsins, en þessu nýja vinnulagi var komið á undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í ráðinu. Þá greindi forsætisráðherra frá því í svari sínu á Alþingi í dag að hann væri vildi jafnframt gjarnan taka upp þá nýbreytni að gefa Alþingi reglulega skýrslu um stöðu aðgerðaáætlunar Vísinda- og tækniráðs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum