Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. apríl 2015 Forsætisráðuneytið

Jöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytis

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Fjórða árið í röð mælist hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum á vegum velferðarráðuneytisins nánast jafnt. Ríki og sveitarfélög skulu, samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, gæta að því að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á þeirra vegum sé hlutfall kynjanna sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki minni en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír.

Ráðuneyti skulu reglulega birta upplýsingar um hlut kynja í nefndum og ráðum samkvæmt þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2011.

Í töflu 1 hér að neðan má sjá hlutföll karla og kvenna í öllum starfandi nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytisins og hvernig skiptingin var síðastliðin fjögur ár. Hlutföllin eru nær alveg jöfn og litlar breytingar hafa orðið milli ára.

Í töflu 2 sjást kynjahlutföllin í þeim nefndum sem skipaðar hafa verið ár hvert.

Tafla 1: Samtals fjöldi fulltrúa

Ár Konur Karlar Heild Hlutfall kvenna Hlutfall karla
2011 405 379 784 51,7% 48,3%
2012 419 391 810 51,7% 48,3%
2013 421 401 822 51,2% 48,8%
2014 471 426 897 52,5% 47,5%

Tafla 2: Samtals fjöldi í nýjum nefndum

Ár Konur Karlar Heild Hlutfall kvenna Hlutfall karla
2011 137 136 273 50,2% 49,8%
2012 104 97 201 51,7% 48,3%
2013 141 124 265 53,2% 46,8%
2014 162 145 307 52,8% 47,2%

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum