Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. apríl 2015 Forsætisráðuneytið

Fánalögum breytt

Íslenski fáninn
Íslenski fáninn

Forsætisráðherra hefur nú mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í frumvarpinu er lagt til að rýmkaðar verði heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna. 

Íslenskir framleiðendur hafa lengi haft áhuga á að merkja vörur sínar með þjóðfánanum og með þessari breytingu er komið til móts við þau sjónarmið. Í frumvarpinu er tilgreint hvaða skilyrði vörur þurfa að uppfylla til að teljast íslenskar auk þess sem eftirlitshlutverk með notkun þjóðfánans á vörum er fært til Neytendastofu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum