Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. apríl 2015 Forsætisráðuneytið

Skýr heimild til verndunar byggðarheilda og hverfa

Forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um verndarsvæði í byggð. Í framsöguræðu sinni á Alþingi sagði ráðherra nauðsynlegt að heimild til verndunar á byggðarheildum og hverfum væri skýr í lögum, enda væri slík heimild forsenda þess að menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta væri tryggt. 

Í máli ráðherrans kom fram, að þótt finna mætti í lögum ákvæði sem snertu vernd með líkum hætti væri þau eðlisólík þeirri nálgun sem lögð er til í frumvarpinu. Með nýjum lögum væri og ætlunin að gera vernd byggðaheilda hærra undir höfði og skýra verklag. 

Í frumvarpinu er mælt fyrir um skyldu sveitarfélaga til að meta á fjögurra ára fresti hvort innan marka þeirra sé byggð sem hafi slíkt varðveislugildi að ástæða sé til að gera að verndarsvæði. Sveitarfélögunum er ætlað að gera tillögu til ráðherra sem tekur ákvörðun um að gera tiltekna byggð að verndarsvæði. Sinni sveitarstjórnir ekki þeirri lagaskyldu getur ráðherra falið Minjastofnun Íslands að leggja mat á verndargildið og hvort ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að tekin verði ákvörðun um að stofna til verndarsvæðis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum