Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. apríl 2015 Forsætisráðuneytið

Mælt fyrir þjóðlendufrumvarpi

Búrfell og Þjófafoss
Búrfell og Þjófafoss

Forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. 

Í frumvarpinu er lagt til að starfstími óbyggðanefndar verði framlengdur, valdheimildir til þinglýsinga eignarheimilda skýrðar ásamt því að orkunýting vindorku og nýting náttúrumynda verði háð leyfi ráðherra. Einnig er lagt til að rýmka heimildir sveitarfélaga til að nýta tekjur sem til falla vegna leyfa til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendna.

Framsöguræðu forsætisráðherra með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum