Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. maí 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný stjórn ÍSOR skipuð

Merki Íslenskra orkurannsókna.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað stjórn Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR til fjögurra ára. Stjórnin hefur á hendi stjórn stofnunarinnar og samþykkir fjárhagsáætlun hennar og starfsáætlun fyrir eitt ár í senn.

ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en hlutverk hennar er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og aflar sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfsviði ÍSOR.

Í nýskipaðri stjórn sitja Sigrún Traustadóttir, viðskiptafræðingur og formaður stjórnarinnar, Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra,

Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum