Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. maí 2015 Forsætisráðuneytið

Halldór Ásgrímsson látinn

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn, 67 ára að aldri.

Halldór sat á Alþingi í 31 ár og gegndi ráðherraembætti í rúm 19 ár, fyrst sem sjávarútvegsráðherra, síðar dóms- og kirkjumálaráðherra, utanríkisráðherra og síðast forsætisráðherra. Hann var varaformaður Framsóknarflokksins 1980 - 1994 og formaður 1994 - 2006.

Með Halldóri Ásgrímssyni er genginn drengur góður. Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður, sem bæði vinir og vinnufélagar treystu á. Í opinberum störfum var Halldór sanngjarn og úrræðagóður. Hann var klettur í ólgusjó stjórnmálanna og sannarlega einn áhrifamesti stjórnmálamaður lýðveldistímans.

Fyrir hönd starfsfólks í forsætisáðuneytinu sendi ég fjölskyldu og vinum hans samúðarkveðjur vegna andlátsins.

Blessuð sé minning Halldórs Ásgrímssonar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum