Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. maí 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Rekstur Lyfjastofnunar og ábendingar Ríkisendurskoðunar

Lyfjastofnun
Lyfjastofnun

Velferðarráðuneytið vinnur að gerð áætlunar um breytingar á fjármögnun Lyfjastofnunar til frambúðar, samhliða mati á kostnaði stofnunarinnar vegna stjórnsýsluverkefna. Með þessari vinnu verður mætt ábendingum sem Ríkisendurskoðun hefur gert varðandi rekstur stofnunarinnar.

Ríkisendurskoðun hefur skilað Alþingi skýrslu með eftirfylgni við fyrri athugasemdum stofnunarinnar til velferðarráðuneytisins varðandi rekstur Lyfjastofnunar. Í eftirfylgniskýrslunni standa eftir tvær athugasemdir til ráðuneytisins þar sem annars vegar segir að finna þurfi varanlega lausn á rekstrarvanda Lyfjastofnunar og uppsöfnuðum halla og hins vegar að meta þurfi kostnað vegna stjórnsýsluverkefna Lyfjastofnunar og gera ráð fyrir honum í fjárlögum.

Eins og fram kemur af hálfu ráðuneytisins í skýrslu Ríkisendurskoðunar varðandi fyrri athugasemdina hefur velferðarráðuneytið hafið formlega vinnu við að greina, áætla og fram-kvæma breytingar á fjármögnun Lyfjastofnunar til frambúðar. Við þá vinnu er m.a. horft til fjármögnunarleiða sambærilegra stofnana í nágrannalöndum og áhrifa af nýju frumvarpi um opinber fjármál á rekstrarheimild stofnunarinnar. Hluti af vinn-unni er samráð við fjármála- og efnahagsráðuneytið um framkvæmd þeirra breyt-inga sem lagt er til. Áætlað er að tillögur um framkvæmd verði lagðar fram í sumar. Samhliða þessari vinnu mun velferðarráðuneytið leggja fram tillögu til fjáraukalaga 2015 og lokafjárlaga 2014 um að jafna skuli bundið eigið fé stofnunar-innar á móti uppsöfnuðum rekstrarhalla.

Vinna við gerð tillagna um fjármögnun Lyfjastofnunar til frambúðar tekur  mið af þeim lögbundnu verkefnum sem stofnuninni er ætlað að sinna og felur þar með í sér mat á kostnaði vegna stjórnsýsluverkefna Lyfjastofnunar, líkt og Ríkisendurskoðun bendir á í skýrslu sinni að fara þurfi fram.  Þeir þættir sem horft er til eru:

1. Skyldur stofnunarinnar skv. lögum, þ.m.t. samkvæmt nýju frumvarpi um lyfjagát sem lagt hefur verið fram á Alþingi:
a) Grunnur að fjármögnun er þá kostnaðarmat á þessum lögbundnu skyldum.
b) Leggja fram 3 ára rekstraráætlun á grunni þessa kostnaðarmats og stefnu-mótunar forstjóra.

2) Niðurstöðum vinnuhóps um framtíðarskipulag Lyfjastofnunar
a. Endurskoðun á lyfjalögum og þ.m.t. skyldum Lyfjastofnunar.
b. Sameiningar Lyfjastofnunar og Lyfjagreiðslunefndar.
c. Innleiðingar á annarri löggjöf Evrópusambandsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum