Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. maí 2015 Innviðaráðuneytið

ICEPRO fær 40 gesti frá Evrópu

ICEPRO fær 40 gesti frá Evrópu

Rafræn viðskipti eflast nú um alla Evrópu, enda komu fulltrúar 20 þjóða í heimsókn hingað til lands dagana 11-13 maí til að stilla saman strengi. Hópurinn starfar undir merkjum CEN, Staðlasamtaka Evrópu að því að samræma tvennt: Annars vegar útboðsferli (pre-award) og hins vegar innkaupaferli (post-award). Íslendingar hafa einkum starfað með síðarnefnda hópnum, sem hefur gefið út samþykktir (CWA) um rafrænan reikning sem Íslendingar byggja tækniforskriftirnar TS-136 og TS-137 á.

Hjörtur Þorgilsson, formaður ICEPRO bauð menn velkomna til landsins og fundarins. ICEPRO er nú í nýju húsnæði í Húsi atvinnulífsins, flutti um áramótin úr Húsi Verslunarinnar. Undirbúningi fundarins lauk samt tímanlega og ánægjulegt að sjá alla gestina hér.

Næstur Hirti tók til máls forseti hópsins, Stuart Feder. Hann fór yfir helstu markmið hópsins og nefndi meðal annars:

- að lækka kostnað við innkaup,
- að stuðla að samræmingu við staðlanotkun,
- að fylgja meginreglum um gagnsæi, einsleitni, samræmi og samstöðu,
- að styðja við tilmæli ESB um innri markað í alþjóðaviðskiptum
- að endurnýta gildandi staða, forðast að "finna upp hjólið"
- o.m.fl.

Varaforseti og verkstjóri hópsins er Norðmaðurinn Jostein Frømyr. Hann er reynslubolti í stöðlun og hefur meðal annars starfað með UN/CEFACT, UN/EDIFACT, OASIS, NES/UBL, OpenPEPPOL og DIFI, stjórnsýslu Norðmanna í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum. Jostein sér fram á verklok og útgáfu afurða vinnuhópsins í árslok 2015.

Í tengslum við komu hópsins var haldin kynning um tilurð, afurðir og stefnu CEN/BII hópsins og höfuðsviðin tvö, útboðs- og innkaupaferlin. Auk þess var haldin kynning um OpenPEPPOL Samevrópska viðskiptanetið og um reynslu Svía af innleiðingu á bæði CEN/BII og OpenPEPPOL.

Vel viðraði á gestina, sem hlutu sólskin allan tímann og snæddu saman ljúffenga máltíð að kvöldi þriðjudagsins 12. maí.

Tengla í afurðir hópsins og skyggnur er að finna á forsíðu vefseturs ICEPRO, www.icepro.is en undirritaður veitir nánari upplýsingar.

Örn S. Kaldalóns
Framkvæmdastjóri ICEPRO
Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Símar: 510-7102 og 893-7102
Netfang: [email protected]
Veffang: www.icepro.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum