Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júní 2015 Utanríkisráðuneytið

5.6.2015 Ársfundur Kjarnbirgjahópsins (NSG)

Ísland er aðili að Kjarnbirgjahópnum sem vinnur gegn útbreiðslu gereyðingarvopna. Í yfirlýsingu fundarins 5. júní 2015 eru kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreu frá 2006, 2009 og 2013 fordæmdar og áhyggjum lýst fyrir kjarnavopnastarfsemi landsins. Hann hvatti Norður-Kóreu til þess að hætta slíkri starfsemi, að virða alþjóðaskuldbindingar sínar og taka þátt í viðræðum sem miða að því að fjarlæga öll kjarnavopn frá Kóreuskaga með sannreynanlegum og varanlegum hætti. Hópurinn vitnaði til samkomulagsins sem náðist við Íran 2. apríl s.l. í Lausanne í Sviss og lýst þeirri von að yfirstandandi viðræður leiði til samkomulags fyrir 30 júní n.k. sem tryggi að kjarnaáætlanir Írans séu eingöngu gerðar í friðsamlegum tilgangi, í samræmi við skuldbindingar þess á grundvelli samningsins gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT-samningins). Aðildarríki ræddu einnig samskipti sín við Indland. Þau hvöttu öll ríki sem framleiða hluti til kjarnorkustarfsemi til þess að virða viðmiðunarreglur sínar um ábyrgan útflutning á þessu sviði. Pétur Thorsteinsson sótti fundinn fyrir Íslands hönd.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum