Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. júní 2015 Forsætisráðuneytið

27. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá 

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Vinna sérfræðingahópa
  3. Önnur mál

Fundargerð

27. fundur – haldinn föstudaginn 26. júní 2015, kl. 9.00, í Safnahúsinu, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Valgerður Gunnarsdóttir og Róbert Marshall, sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar, höfðu boðað forföll.

Þá sat fundinn Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 26. fundar, sem haldinn var föstudaginn 8. maí 2015, var send nefndarmönnum með tölvupósti þann 25. júní sl. Umfjöllun um fundargerðina frestað til næsta fundar.

2. Vinna sérfræðingahópa

Á 25. fundi stjórnarskrárnefndar var samþykkt (með ýmsum fyrirvörum) að fyrirliggjandi drög að sameiginlegum texta um tiltekin fjögur efnisatriði yrðu grundvöllur vinnu við drög að tillögum. Jafnframt var talið heppilegt að formaður leitaði eftir aðstoð sérfræðinga við útfærslur þeirra í tillöguform. Um er að ræða þau fjögur efnisatriði sem fjallað er um í 1. áfangaskýrslu og rædd hafa verið nánar í kjölfar hennar. Á 26. fundi gerði formaður grein fyrir endanlegri skipan sérfræðingahópanna og stöðu vinnunnar.

Þrír sérfræðingahópar af fjórum hafa nú skilað til nefndarinnar texta (sem er þó enn á vinnslustigi, sbr. framangreindar bókanir og fyrirvara). Fulltrúar tveggja sérfræðingahópa komu á fund nefndarinnar til að gefa skýringar og svara fyrirspurnum nefndarmanna.

Samþykkt var að á næsta fundi verði haldið áfram umfjöllun um vinnu sérfræðingahópa.

3. Önnur mál

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.

OÞV ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum